velkomin í Blábjörg!

Í Blábjörgum finna allir eitthvað við sitt hæfi. Gistiheimilið hefur uppá að bjóða 11 lítil og snyrtileg herbergi með þremur sameiginlegum baðherbergjum, 9 hótelherbergi með útsýni yfir fjörðinn öll með sérbaðherbergi, og síðast en ekki síst hótel íbúðirnar okkar sem samanstanda af tveimur studio íbúðum með sjávarsýn, einni 2ja svefnherbergja íbúð og einni 3ja svefnherbergja íbúð.
Blábjörg Resort býður uppá einstaka dvöl við sjóinn. Veitingastaðurinn okkar, Frystiklefinn, leggur mikla áherslu á að vinna með hráefni úr nærumhverfinu og Musterið Heilsulind býður upp á fjöldan allan af meðferðum fyrir bæði líkama og sál.

Blábjörg Resort er staðsett á Borgarfirði eystri sem er náttúruperla með óteljandi útivistarmöguleika. Svæðið er rómað fyrir náttúrufegurð, fjallahringurinn umvefur fjörðinn og fyrir miðjum firði, neðst í þropinu Bakkagerði, trónir Álfaborgin yfir firðinum.

Hafnarhólminn iðar af fuglalífi frá maí og allt til byrjun ágúst. Lundinn sest upp í hólmann fyrstu vikuna í apríl og fer svo aftur í kringum 10. ágúst.

hreint og öruggt

Staðsett á Borgarfirði eystri

Töfrandi umhverfi

Afþreying og ævintýri

Kyrrð og ró

Gistiheimilið Blábjörg

Gistiheimilið er staðsett í gamla frystihúsinu og hefur verið gert upp á afar vandaðan hátt. Við bjóðum upp á breitt úrval af gistingu, frá herbergjum til lúxusíbúða.

Gistiheimilið er staðsett við sjóinn og útsýnið yfir fjörðinn er alveg einstakt. Iðandi fuglalíf í fjörunni og brimið er líka afskaplega heillandi.

Ef þú þarft á hvíld og slökun að halda, þá bjóðum við upp á heita potta og gufuböð, bæði inni og úti. Einnig hægt að komast í kalt bað og sjósund.

Gistiheimilið Blábjörg

Gistiheimilið er staðsett í gamla frystihúsinu og hefur verið gert upp á afar vandaðan hátt. Við bjóðum upp á breitt úrval af gistingu, frá herbergjum til lúxusíbúða.

Gistiheimilið er staðsett við sjóinn og útsýnið yfir fjörðinn er alveg einstakt. Iðandi fuglalíf í fjörunni og brimið er líka afskaplega heillandi.

Ef þú þarft á hvíld og slökun að halda, þá bjóðum við upp á heita potta og gufuböð, bæði inni og úti. Einnig hægt að komast í kalt bað og sjósund.

Veitingastaðurinn Frystiklefinn

Veitingastaðurinn okkar, Frystiklefinn, býður upp á fjölbreytta rétti þar sem áherslan er á staðbundið ferskt hráefni. Á matseðlinum finnur þú sígilda rétti í  bland við hefðbundinn íslenskan mat, allt frá pizzum til sviðasultu. Andrúmsloftið er afslappað og frjálslegt. Við bjóðum upp á vinalega og persónulega þjónustu.

Musterið Spa & Wellness

Ef þú þarft á hvíld og slökun að halda, þá er Musteri Spa hinn fullkomni staður fyrir þig. Við bjóðum upp á heita potta og gufuböð, bæði inni og úti. Hér getur þú notið þess að slaka á í kyrðinni, njóta fallegs útsýnis yfir fjörðinn og gert þig kláran fyrir annasaman ævintýradag.

Hér getur þú notið þess að slaka á í kyrðinni, njóta fallegs útsýnis yfir fjörðinn og gert þig kláran fyrir annasaman ævintýradag.

Musterið Spa & Wellness

Ef þú þarft á hvíld og slökun að halda, þá er Musteri Spa hinn fullkomni staður fyrir þig. Við bjóðum upp á heita potta og gufuböð, bæði inni og úti.Hér getur þú notið þess að slaka á í kyrðinni, njóta fallegs útsýnis yfir fjörðinn og gert þig kláran fyrir annasaman ævintýradag.

VIÐBURÐIR

Tiki night theme

Tiki kvöld í Frystiklefanum

Laugardaginn 12. mars 2022

Taktu fram dagatalið og bókaðu inn Tiki kvöld í Frytiklefanum! 
Nú er tilefni til að strauja Hawaii skyrtuna og hrista fram hula hula pilsið! 

jona bergdal - event

UPPSELT - Vatnslitanámskeið með Jónu Bergdal

8. og 9. maí 2021

Jóna Bergdal, myndlistakona, kemur frá Akureyri. Námskeiðin hennar eru afar vinsæl og vel sótt, enda er hún virkilega góð á sínu sviði.
Ekki missa af þessu námskeiði – komdu og málaðu með okkur! 

Event - health, Blábjörg Guesthouse

AFLÝST Heilsuhelgi í Blábjörgum

30. apríl – 2. maí 2021

Albert, einn vinsælasti matarbloggari landsins, og Beta, næringarfræðingur, hafa hér leitt saman hesta sína og bjóða þér að koma og taka þátt í frábærri heilsuhelgi. Þar fáið þið að kynnast því hvernig þau stuðla að betra lífi og bættri heilsu.

Borgarfjörður Eystri

Borgarfjörður eystri er 70 km frá Egilsstöðum og er þekktur fyrir mikla náttúrufegurð. Þorpið, Bakkagerði, er lítið sjávarþorp með aðeins 100 íbúa en þrátt fyrir smæð sína þá býður þorpið og svæðið í kring upp á endalausa möguleika.

Svæðið í kring um gistihúsið er paradís göngufólks. Hér hafa heimamenn byggt upp svæðið og merkt fjölmargar gönguleiðir. Þetta er eitt best skipulagða göngusvæði á Íslandi í dag og kallast Víknaslóðir. Einnig er hægt að fá flott gönguleiðakort og mælum við eindregið með því að allir sem leggja á Víknaslóðir, hafi það meðferðis til að auka öryggi göngufólks.

Höfnin á Borgarfirði eru vottuð Bláfánahöfn. Bláfáninn er alþjóðleg umhverfisvottun sem veitt er höfnum, baðströndum og þjónustuaðilum í sjávarferðamennsku fyrir árangursríkt starf að umhverfismálum.

Hafnarhólminn er heimili lundans og annarra fuglategunda. Aðstaðan við Hafnarhólman til fuglaskoðunar er einstök og hér er auðvelt að komast í návígi við Lunda, Fýl, Ritu og Æðarfugl auk annarra tegunda sem dvelja í og við hólmann. Hér er er búið að byggja upp góða stöðu, leggja göngupalla um hólmann, opna fuglaskoðunarhús og um að gera að skoða fallega móttökuhúsið sem hefur hlotið verðlaun fyrir einstaka hönnun.

Hér er mikið lundavarp og talsvert æðavarp ásamt dálitlum ritu- og fýlsvörpum. Æðavarpið er mest áberandi í fyrri hluta júní á meðan blikinn er í varpinu. Lundinn er við holur sínar fram í ágústbyrjun og rita og fýll við hreiður út ágúst.

Álfaborgin setur mikinn svip á þorpið Bakkagerði. Eins og nafnið gefur til kynna er Álfaborg heimkynni álfa og þar er Borghildur, Álfadrottning Íslands sögð búa ásamt hirð sinni. Fjöldi sagna er til um samskipti álfa og huldufólks í borginni, m.a. um stúlkur er giftust íbúum Álfaborgar og um konur sem þar bjuggu sem höfðu samskipti við fólk í byggðarlaginu.  Ein þeirra hafði m.a. áhrif á það hvar kirkjan var staðsett þegar hún var flutt frá Desjarmýri út í þorpið í byrjun 20. aldarinnar. Góður stígur er á topp Álfaborgar.  Átthagafélag Borgfirðinga í Reykjavík gaf 1979 hringsjá sem stendur á toppnum. Borginn er friðlýstur fólkvangur og ber að umgangast hana af virðingu.

Kirkjan í Borgarfirði var áður á Desjarmýri en um aldamótin 1900 var hún flutt út í Bakkagerði og var vígð í desember 1901.  Sumarið 2001 var unnið að verulegum endurbótum á kirkjunni að utan. Skipt var um mikið af burðargrind, skipt um glugga og byggð ný forstofa.  En mesti dýrgripur staðarins er altaristaflan í kirkjunni sem Jóhannes Sveinsson Kjarval málaði hér á Borgarfirði sumarið 1914 að beiðni kvenna í sókninni. Kirkjan er opin alla daga.

Það er því tilvalið að taka krók af hringveginum og heimsækja Borgarfjörð eystri.

Ekta íslenskt

Borgarfjörður eystri býður þér tækifæri til að upplifa ekta íslenskt sjávarþorp. Heimamenn eru þekktir fyrir sína margrómuðu gestrisni og ekki eru álfarnir síðri. Það hafa verið ritaðar 172 þjóðsögur sem tengjast álfum og huldufólki.

AFÞREYING

Hér eru 27 merktar dagleiðir í nágrenninu. Göngusvæðið er einstakt. Fjöllin eru í öllum stærðum og gerðum og litirnir eru töfrandi. Gönguleiðarnar liggja um einangraðar víkurnar, yfir litríkar hæðir og fjöll, gegnum græna dali allt niður að strönd. Yfirgefin hús og gamlar rústir setja svip sinn á umhverfið.

DÝRALÍF

Borgarfjörður eystri er þekktur fyrir sitt einstaka fuglalíf og hér við gistihúsið hafa sést meira en tuttugu tegundir. Hafnarhólminn er þekktur fyrir sína góðu aðstöðu og einstakt að geta skoðað lundann og aðrar tegundir. Hreindýr eru oft á vappi á svæðinu og selir eru duglegir að kíkja í heimsókn.

FÁÐU BÚNAÐINN LEIGÐAN HJÁ OKKUR

8460085
Gamla Frystihusid
720 Borgarfjörður Eystri

logo

Blábjörg ehf.
Kennitala: 7105060430
VSK: 91540

Valmynd

Um Blábjörg

Blábjörg Resort

Frystiklefinn Veitingastaður

Musterið Spa & Wellness

Hafa samband

Hafa samband

Sími: +354 472 1180
blabjorg@blabjorg.is
bookings@blabjorg.is

Gamla Frystihúsið
720 Borgarfjörður Eystri