The puffin has arrived!

by | apr 28, 2020 | Blog

Íslenska: 

Á hverju ári kemur Lundinn í Hafnarhólmann í Borgarfirði eystra.  Hann kemur í byrjun apríl og dvelur í hólmanum fram í byrjun september.  Það er alltaf góður vorboði að sjá lundann.  Lundanum er fagnað hér á  Borgarfirði með Lundahátíð út í Hafnarhólma og er sú hátíð á sumardaginn fyrsta, dagurinn sem við á Íslendingar fögnum því að sumarið er komið.

Lundi ( Fratercula arcitica ) er fugl af svartfuglaætt.  Lundinn er algengur og er talið að 60% af öllum stofninum verpi við strendur Íslands. Lundinn kemur til þess að verpa í Hafnarhólmann og fer alltaf að holunni sinni ár eftir ár.  Hérna í Hafnarhólma verpa um 8.000-10.000 pör á ári.  Lundinn verpir aðeins einu eggi á ári og talið er að lundinn makist til lífsstíðar. Yfir vetratímann lifir fuglinn út á Atlantshafi.

Við hjá Blábjörgum mælum með að gestir okkar fari út í Hafnarhólmann og taki sér góðan tíma og fylgist með fuglunum í umhverfi sínu.  Lundinn er spakur og óhræddur við mannfólkið og finnst gaman að sýna sig fyrir framan gestina sem koma að sjá þá.  Takið eftir því þegar þeir koma með æti utan að sjó, þá standa þeir hjá holunni sinni, montnir og hnarreistir með veiðina í munninum.  Annað skemmtilegt er þegar þeir koma upp úr holunum sínum, þá líta þeir í kringum sig og kúka svo duglega og yfirleitt yfir í næstu holu.  Þetta eru fuglar með mikinn karakter og er auðvelt að gleyma tímanum með því að fylgjast með þeim.   Aðstaðan við Hafnarhólma til fuglaskoðunar er frábær og auðvelt að komast í návígi við Lunda, Fýl, Ritu og Æðafugl auk annarra tegunda sem dvelja í og við hólmann.  Búið er að leggja göngupalla um hólmann, opna fuglaskoðunarhús sem hægt er að sitja inni og fylgjast með fuglunum.  Þetta er einn besti staður á Íslandi til að sjá Lunda.  Best er að fara snemma á morgnana eða á kvöldin til að sjá fuglana, þá blasir við ykkur þúsundir fugla. 

 

English:

Every year, the puffin arrives at Hafnarhólmi in Borgarfjörður Eystri. It arrives in early April and stays until September. It‘s always refreshing to see the puffin. The puffin is celebrated here in Borgarfjörður with the Lundahátíð out in Hafnarhólmi and the festival is in the first summer day, the day that applies to Icelanders to celebrate because summer is here.

Lundi (Fratercula Arctica) is a bird of the blackbird species. The puffin is common and it is estimated that 60% of the entire stock is in the coasts of Iceland. The puffin comes to lay eggs in Hafnarhólmi and always goes to the same hole year after year. Here in Hafnarhólmi, about 10,000 pairs of puffins nest every summer in Borgarfjörður. The puffin lays only one egg per year and it is believed that the puffin will mate for life. Over the winter, the bird lives in the Atlantic Ocean.

We at Blábjörg recommend that our guests go out to Hafnarhólmi and watch the birds in their surroundings. Hafnarhólmi is only 10 minutes drive from Blábjörg Guesthouse. The puffin is astute and unafraid of the people and enjoys showing up in front of the guests who come to see them. For example, when they bring food out of the sea, they stand by their hole, stunned and drenched with the fish in their mouths. When they emerge from their holes, they look around and they poop usually into the next hole. These are great-looking birds and you can easily forget time by just watching. The facilities at Hafnarhólmur for bird watching are great and easy to get close to the puffin as well as other species staying in and around Hafnarholmi. A footpath has been laid around the big rock, there also is a bird viewing house that you can sit inside and monitor the birds. This is one of the best places in Iceland to see the puffins. It is best to go early in the morning or in the evening to see the birds, then thousands of birds will be in your sight.