
Njóttu
heilsulindarinnar okkar
Musterið Spa – staðurinn fyrir slökun og vellíðan, fyrir líkamann og sálina.
Hér getur þú upplifað kyrrð og slökun á meðan þú nýtur útsýnisins yfir fjörðinn. Fullkomin leið til að slake á eftir langan dag í göngum eða til að dekra aðeins við sjálfan sig.
Við bjóðum núna upp á bjórböð allt árið um kring og þaraböð árstíðabundið
Hafið samband við Musterið Spa: musterispa@blabjorg.is
Þjónusta Okkar



Musterið Spa
Innifalið er aðgangur að finnsku gufubaði, innrauðu gufubaði, eimbaði ásamt heitum pottum og köldum potti.
Við bjóðum upp á tvö aðgangsstig: almennan aðgang sem veitir aðgang að gufubaði og pottum í 90 mínútur og lúxus aðgang sem felur í sér almennan aðgang auk handklæða-og sloppaleigu ásamt drykk að eigin vali.
Bjórböð
Bruggað í okkar eigin KHB brugghúsi – bjórböðin okkar eru sniðin fyrir slökun. Frábær uppspretta vítamína og andoxunarefna, olíurnar og steinefnin hafa bólgueyðandi áhrif á húðina ásamt því að hafa róandi og slakandi áhrif á vöðva og líkama.
Þaraböð
Þaraböð eru aldagamlar meðferðir sem eiga uppruna sinn á Írlandi, kallast Aloe vera sjávarþangsins, þari er ríkur af andoxunarefnum, vítamínum, steinefnum, próteinum, járni, joði og mörgu fleira.
Þessar náttúrulegu meðferðir hafa jákvæðar og víðtæk áhrif á líkamann og veita magnaða upplifun.