ALGENGAR SPURNINGAR

Hvernig er ástand á vegum á veturna?

Það fyrsta sem gott er að vita að vegurinn til Borgarfjarðar eystri, vegur númer 94, er malbikaður alla leið frá Egilsstöðum. Þar á meðal Vatnsskarð eystra.

Akstur niður Vatnsskarð eystra á veturna.

Yfir vetrarmánuðina er mælt með 4×4 bíl sem og bíl sem er á nagladekkjum. Mikilvægt er að fylgjast vel með ástandi vega þegar ferðast er um Ísland á veturna. Vefsíður eins og umferðin.is, vedur.is og safetravel.is eru góðar síður til að heimsækja reglulega á ferðum þínum yfir vetrartímann.

Ef vegurinn lokast vegna snjóa og veðurs, þá erum við mjög sveigjanleg Ef Vegagerðin tilkynnir vegin lokaðan og ráðleggur fólki að fara ekki yfir Vatnsskarð eystra, þá bjóðum við upp á ókeypis afpöntun. Þetta þarf þó að vera í samvinnu við Blábjörg Resort.

Að keyra á Íslandi yfir vetrarmánuðina getur verið ævintýri líkast. En það þarf að fara að öllu með gát því veður getur breyst skyndilega.

Akstur til Borgarfjarðar eystri allt árið um kring

Akstur til Borgarfjarðar eystri frá Egilsstöðum er rúmlega 70km og tekur um 50 mínútur. Áfram er haldið á vegi 94 og keyrt er á malbikuðum vegi alla leiðina. Vatnsskarð eystra er fjallaskarð sem þarf að keyra framhjá og nær það allt að 430m hæð yfir sjávarmáli.

Á sumrin þarf ekki að notast við 4×4 bíl né nagladekk, þú getur keyrt yfir fjallið á venjulegum bíl.

Yfir vetrartímann er gott að vera annað hvort á 4×4 bíl eða hafa nagladekk. Ef þú átt bæði, þá er það jafnvel betra, en ekki skylda. Vinsamlegast sjáðu frekari upplýsingar undir,„Hvernig er ástand á vegum á veturna?“

Hvernig er veðrið á austurlandi?

Á Íslandi er veðrið óútreiknanlegt. Þess vegna þarf fólk að vera undirbúið ýmsum veðurbreytingum.

Yfir vetrarmánuðina, nóvember – mars, þá er hitastigið frá -15°C allt að +5°C.

Yfir sumarmánuðina, júní – ágúst, þá er hitastigið frá 0°C allt að 25°C.

Vorið, apríl – maí eru oftast mjög rólegir mánuðir, getur verið dálítil snjókoma og nokkrir frost dagar.

Haustið, september – október, þá kemur köld gola. Vetrarfrostið laumast að okkur og frystir jörðina að nóttu til. Þetta er mjög litríkur tími, þar sem grasið og laufin byrja að vera rauð, appelsínugul, gul og brún.

Veðrið á Austurlandi er mjög fallegt en það getur orðið mjög kalt og snjóþungt á veturna.

Hvað er hægt að gera á svæðinu?

Það er ýmislegt í boði í bænum. Sjá nánari upplýsingar um svæðið hér.

BORGARFJÖRÐUR EYSTRI

Lundinn

Fáðu meiri upplýsingar um Lundann á blogginu okkar:

Lundi Í Hafnarhólmi

Gönguferðir á svæðinug

Víknaslóðir er sannkölluð gönguparadís. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Borgarfjarðar eystri:

GÖNGUFERÐIR Í BORGARFIRÐI

Afþreying á svæðinu

Á Borgarfirði eystri eru ýmsir afþreyingamöguleikar. Sjá valkosti hér: Um Borgarfjörð eystri

Hægt er að bóka Rib safari túr með Puffin.is, leigt hjól eða farið í hjólatúr með FjordBikes, slakað á í Musteri spa í Blábjörgum, heimsótt Lindarbakka eða farið göngutúr í þorpinu.

Norðurljós

Norðurljósin, sjást um allt Ísland, þú þarft aðeins góða sólarvirkni, heiðskýran himinn og heppni.

Þegar leitað er að norðurljósum er mikilvægt að vita að ljósmengun getur falið norðurljósin, það er mælt með því að finna svæði sem er án ljósmengunar.

Ef við lítum á árið í heild sinni – hér eru atriði sem þarf að huga að þegar leitað er að norðurljósum:

Nóvember – Febrúar: Það er dimmt, en veðrið er frekar óstöðugt, skýin geta verið truflandi.

Mars: Veðrið er stöðugra, það er ennþá dimmt á kvöldin.

April: Fram í miðjan apríl, er ennþá dimmt, svo það er ennþá hægt að sjá norðurljósin. Eftir miðjan April, þá byrjar dagurinn að vega þyngra en nóttin.

Maí – Ágúst: Maí, Júní og Júlí eru mánuðurnir þar sem er bjart allan sólarhringinn. Seint í Ágúst, er orðið nógu dimmt á kvöldin til að sjá norðurljósin en aðeins ef þú ert heppinn!

September: Frábær mánuður til að sjá norðurljósin! Gott veður og dimm kvöld.

Október: Veðrið er gott og dimm kvöld. Flottur norðurljósamánuður.

Við teljum okkar vera frekar heppinn hér í Blábjörg Resort, þar sem ekki þarf að fara langt frá veröndinni eða bryggjunni til að komast undan ljósmengun.

Hægt er að skoða spá fyrir norðurljósin með að skoða skýjapá veðurstöðvarinnar, hana má finna hér: Skýjaspá.

Hinsvegar, það eru 3 tegundir af skýjaþekju sem við sjáum á þessum korti, lágský, miðský og háský.

Háský: Þau hafa minnst áhrif á að skoða norðurljósin samanborið við hin tvö. Háský eru í meiri fjarlægð. Þau er léttari en hinar skýjategundirnar, sem gerir þau gufukennd.

Miðský: Þau hafa mestu áhrif á þá möguleika að sjá norðurljósin. Í því tilviki er mikilvægt að reyna að leita uppi skarð í skýjahulunni þar sem gæti verið möguleiki að sjá ljósin. Þessi miðský eru staðsett um 2-4. 000 m Frá Jörðinni.

Lágský: Þessi eru erfið! Þeir geta náð frá jörðu og aðeins allt að 2.000 m frá jörðu. Þessi eru erfið, skýin eiga það til að festast í fjöllunum. Og því er gott að vera í firði eða í dal því þá eru skýin ekki hindrun.

Musterið Spa

Musterið Spa er ekki innifalið í gistingunni og þarf að bóka sérstaklega fyrir það. . Við bjóðum gestum okkur betra verð þegar þeir bóka aðgang. Vinsamlega hafið samband við musterispa@blabjorg.is fyrir frekari upplýsingar. Nánari upplýsingar hér: MUSTERIÐ SPA

Aðgangur að heilsulindinni er innifalinn í öllum meðferðum. Nánari upplýsingar og verð á heimasíðunni okkar blabjorg.is

Musteri Spa býður upp á mikla möguleika fyrir slökun og vellíðan, fyrir líkama og sál.

Hér getur þú upplifað kyrrð og slökun á meðan þú nýtur útsýnisins yfir fjörðinn. Fullkomin leið til að slaka á eftir langan dag í göngum eða dekra við sjálfan þig.

Frystiklefinn veitingastaður

Við mælum með að bóka borð fyrirfram til að tryggja borð.

Fylgdu þessum hlekk til að sjá matseðilinn okkar og til að bóka borð: FRYSTIKLEFINN RESTAURANT

Veitingastaðurinn okkar, Frystiklefinn, býður upp á spennandi matseðil sem inniheldur bæði alþjóðlega og íslenska rétti, við notumst við staðbundið hráefni sem kemur beint frá býli og nærumhverfi.

Vinalegt og velkomið andrúmsloft bíður þín í Blábjörgum!

Afbókunarskilmálar

Gisting

Einstaklingsbókanir
Þegar 6 eða færri eru að ferðast saman telst það vera einstaklingsbókun. Hægt er að afpanta án afpöntunargjalda 24klst fyrir komu, miðað við að innritunartíminn sé klukkan 15:00

Ef afpantanir berast innan 24klst verður 100% afpöntunargjald innheimt.

Hópabókanir

Þegar 7 eða fleiri eru að ferðast saman er það skilgreind sem hópbókun. Ekki er krafist fyrirframgreiðslu fyrir hópabókanir, þó áskiljum við okkur rétt til að biðja um fyrirframgreiðslur sé ástæða til. Nafnalista skal afhenda minnst 4 vikum fyrir komu.

  • Ef afbókað er með 8 vikna fyrirvara falla ekki afbókunargjöld á bókunina.
  • Ef afbókað er með 8-6 vikna fyrirvara er 10% afbókunagjalds krafist
  • Ef afbókað er með 6-4 vikna fyrirvara er 50% afbókunagjalds krafist
  • Ef afbókað er með 4-2 vikna fyrirvara er 90% afbókunagjalds krafist
  • Ef afbókað er með 2 vikna fyrirvara er 100% afbókunagjalds krafist

Hópabókanir á veitingastað:

Eftirfarandi skilmálar gilda fyrir hópabókanir á Frystiklefanum:

Þegar hópar pantar, 10 eða fleiri, þá bjóðum við 1 fría máltíð fyrir leiðsögumann, hópstjóra eða bílstjóra.

Einungis geta hópar sem hafa bókað allt gistihúsið geta notað sameiginlega eldhúsið í gistihúsinu. Þrífa þarf eldhúsið og skilja eftir í viðunandi ástandi, annars bætist við aukaþrifgjald að lágmarki 30.000kr.

Hópar sem eru 7 manns eða fleiri, sem aðeins hafa bókað gistiheimilið að hluta, þurfa því að panta borð á veitingastaðnum okkar eigi síðar en 7 dögum fyrir komu og þurfa að tilkynna matseðill eigi síðan en 3 dögum fyrir komu. Hópamatseðill má finna á vefsíðunni okkar.

Afpöntun allt að 10% af heildarfjölda hópa, hægt að afpanta með 3 daga fyrirvara.

Afbókanir skulu ávallt berast skriflega á netfangið okkar, bookings@blabjorg.is

Afbókanir sem berast innan 3ja daga eru gjaldfærðar að fullu.

Musterið Spa bókanir

Hóparbókanir þurfa alltaf að bóka fyrirfram til að tryggja að það sé laust pláss.

Afbókanir eða breytingar þarf alltaf að gera 24klst fyrir pantaðan tíma. Ef afpantað eða breytt bókun innan 24klst verður gjald innheimt fyrir pantaðan tíma og meðferðir.