Það eru til margar sögur af álfum og huldufólki og þeirra skamskiptum við mannfólkið hér á Borgarfirði. Álfarnir búa í Álfaborginni, þar sem íslanska álfadrottningin, Borghildur, býr. Þá er einnig að finna í Lobbuhrauni, Hvolshól, Dyrfjöllum, Sólfjalli og einnig í Blábjörgum, en þar býr álfabiskup Íslands. Til er steinn, sem heitir Kirkjusteinn, en hann er að finna í Kækjudal. En þar er einnig að finna Koll, en hann er hluti af álfatrúnni. Margar vættir í þekktum þjóðsögum finnast víða um Borgarfjarðarsvæðið. Tröllskessan Gellivör býr í Staðarfjalli, Gletta í Glettingi, Gríður í Gríðarnesi og skrímslið Naddi býr í Njarðvíkurskriðum (eflaust hefur þú tekið eftir krossinum í Njarðvíkurskriðunum á leiðinni á Borgarfjörð!). Sagan „Móðir mín í kví kví“ er mörgum kunn, en sú saga gerist í Loðmundarfirði.
Þú getur hlustað á margar af þessum þjóðsögum með því að smella á vefslóðina hér að neðan:
Hlustaðu á sögur frá Borgarfirði | Hlustaðu á lög, albúm, lagalista frítt á SoundCloud.
